Mér var að detta svolítið í hug…bara þegar ég var að labba heim úr skólanum held ég, þá fékk ég alveg snilldar hugmynd (ekki það að ég sé að hugsa um Huga.is allan daginn)

Mig datt í hug að gera svona spurningu dagsins, það myndi þá bara verða svona spurning og svo væru nokkrir valmöguleikar…

Þið hafið örugglega séð þetta á ýmsum erlendum heimasíðum…

En ég held að þetta ætti eftir að verða vinsælt :)

Fyrst til að byrja með mætti kannski byrja með þetta á forsíðunni og svo kannski seinna meir, þá mætti kannski setja þetta inná áhugamálin…

Mér líst amk mjög vel á þetta, en ég veit ekkert með ykkur hin, þetta væri þá ekkert ósvipað og með skoðannakannanirnar, nema þetta væru bara spurningar…

Allavega, segir mér hvað ykkur finnst um þessa bráðsnjöllu hugmynd mína :)

Kveðja: Fiskurinn