Eins og ég sagði áður þá virðist þessi læsing hjá Skífunni annað hvort ekki vera á disknum eða þá eitthvað klikkaði hjá þeim.
En hvað um það!
Þeir bjóða manni aukalög til að dánlóada á www.skifan.is/download - “flott mál!” …hugsaði ég, he he!
Maður þarf að setja inn kóða sem fylgir hverjum disk og þá getur maður valið um nokkur aukalög með Bubbanum, gott og blessað!
Ég tek þessi aukalög sem eru á wma formi. Ég hugsa bara “ók, skelli þeim yfir á MP3 seinna” - en neiiiii! Haldiði ekki að þegar mig langar að spila fukking lagið þá er það læst og vill koma á “sérstöku” sambandi við fökkkking Microsoft svo ég fái “sérrrr” sörvis!! …en til að gera stutta sögu lengri - þá endaði þetta hjá mér á þann veg að ég get ekki spilað lögin. Í hvert skipti sem ég reyni að spila eitt af þessum lögum þá biður það mig um kóðann sem er á diskinum og segir svo “þessi kóði hefur þegar verið notaður” …..AAAAAA!!!
Kannski ég sé eitthvað úrillur þennan morguninn :) …hef þetta ekki lengra :)
Kv,
Ingi pingi
www.facebook.com/teikningi