ég vissi ekki hvar ég átti að skrifa þetta svo ég skrifa þetta bara hér.
um daginn fór vinkona mín að safna fyrir Rauðakrossinn.
allt í lagi með það.
svo þegar hún var alveg að verða búin með götuna sem hún var í þá bankar hún upp á hjá einum manni. maðurinn kemur til dyra og glápir á vinkonu mína í næstum tvær mínútur áður en hann fer að hella sér yfir hana.
hann segir henni það að þetta sé bara kjaftæði sem ætti að stoppa og sé fáránlegt maraþonsöfnun sem allir tækju þátt í.
“og svo er verið að sýna þessa krakka í sjónvarpinu til að maður fer að vorkenna þeim.”
svo fer hann segja það að það kosti miklu meira en 1000 krónur á mánuði að framfleita einni fjölskyldu.
“það er alveg nóg að borga meðlagið en að fara að gefa eitthvað fyrir þetta fólk úti.”
svo hélt hann áfram eftir að hafa endurtekið þetta milljón sinnum , þá skellti hann hurðinni öskureiður.
ég skil ekki hvað þessi maður á bágt.
það eina sem vinkona mín spurði að hvort hann vildi nokkuð leggja Rauðakrossinu lið.
vinkona mín átti ekki til eitt einasta orð þegar hann hellti sér yfir hana.
hún stóð þarna agndofa og reyndi að segja honum það að hún þyrfti að fara, en þá hélt hann áfram þar til hann skellti hurðinni eins og það væri allt í fínastalagi að segja þetta.
ég ætla ekkert að vera að mótmæla því að hann setti ekki í baukinn, en dónaskapurinn og hrokinn rauk upp úr öllu valdi.
ég veit ekki hvort einhver af ykkur lenti í þessu sama og vinkon mín, ég vona ekki.
ef þið viljið þá endilega segið álit ykkar á þessum manni.
takk fyrir að lesa!
bæbb Katta
Vatn er gott