Það hefur verið mikið fjallað um vændi á íslandi í fjölmiðlum undanfarið. Það er ágætt að tala um þessi mál, enda er vændi staðreynd á íslandi og hefur verið lengi. En verra er það þó að umræðan hefur nánast eingöngu einblínt á svokallaða súlustaði. Nú hafa verið sett reglur í Reykjavík og víðar, sem bannar nánast öll samskipti milli dansara og viðskiptavini, hvort sem það er einkadansar eða spjall þeirra á milli. Á þetta að útiloka möguleikann á því að vændi geti átt sér stað. Með þessu þá datt niður allur starfsgrundvöllur fyrir rekstri þessara staða. án efa þá hefur það gerst að vændi hafi verið stundað samhliða þessum rekstri en þó er það ekki eins algengt og talað hefur verið um, heldur frekar um fá undantekningar tilfelli að ræða. Og á sama tíma er verið að ræða um það á Alþingi hvort ekki eigi að lögleiða vændi, eða allavega að hafa það refsingarlaust að stunda það.
Vændi hefur verið stundað á íslandi í mörg ár en nú fyrst er það að verða meira áberandi. Það þarf ekki annað en að fara á netið og slá inn slóðina www.einkamal.is og leita þar að konum sem leita að skyndikynnum við “fjárhagslega vel stæða menn”… að mínu mati þá er þetta nokkuð augljóst. Einnig, þar sem ég vinn í móttöku á hóteli hér í Reykjavík þá hef ég margoft orðið var við þessi viðskipti og oftar en ekki, beinlínis horft uppá menn borga þessum stelpum/konum. Ein algengasta aðferðin til að ná sér vændiskonu hjá erlendum/íslenskum gestum hótelsins, sem leita að kynlífi gegn greiðslu er að fara niður í bæ á bari eða skemmtistaði. Þar eru það yfirleytt konurnar sem eiga fyrsta leikinn og bjóða þeim sig gegn vægu gjaldi, of ekki nema 5.000 - 10.000 krónur. Það eru aðallega tveir staðir í Reykjavík sem standa uppúr á þessu sviði og virðist það vera einkar einfalt að ná í þessa þjónustu þar, sérstaklega fyrir erlenda gesti. Þar sem yfirvöld vilja umfram allt stöðva vændi t.d. á súlustöðunum, er þá ekki spurning hvort þau vilji ekki bara endurkalla rekstrarleyfi allra skemmtistaða sem þessi elsta atvinnugrein heims er stunduð?
Flatus Lifir Enn