grr.. nú jæja.. nú ætla ég smá að nöldra…

Ég er í Mk, og hér eru flest allir nemendur með fartölvur. Þar á meðal ég…

En málið er sko að nemendur, sérstaklega karlkyns nemendur, eru í matsalnum eða jafnvel á bókasafnu, eða bara hvar sem hægt er að sitja með tölvu.. þá eru þeir með kveikt á hljóðinu.. eru að spila tónlist.. Og hækka hreinlega bara í botn. Þetta er rosa pirrandi… Eru oft að spila tónlist sem ég fíla bara ekki neitt…

Það sem ég geri er að ég tek með mér HEYRNATÓL í skólann svo að ég sé sá eini sem að heyri mín persónulegu hobby…

Og þessir gaurar eru jafnvel með heyrnatól í töskunni, bara nenna ekki að nota þau. Gætu allavega lækkað í þessu og ekki hafa það í botni. Þetta er eithvað sem maður ætti ekki að þurfa að nöldra yfir. Þetta er bara eithvað sem allir ættu að vita.

Og síðan er kanski verið að spila tónlist í 5 tölvum í einu í kringum mann, allar í botni, og þetta blandast allt saman. Og maður hreinlega fær bara stundum hausverk af þessum hljóðasora sem er í kringum mann….

Ef ég gleymi heyrnatólunum heima þá hreinlega ýri ég bara á MUTE takkann á tölvunni.

Takk fyrir :)