MÓTMÆLI!!!

Mótmælum aðbúnaði og fjölda dýra á hunda og kattaræktunarbúum

Látum fólk ekki fá að komast upp með það að halda mörgum dýrum saman í litlum búrum til þess eins að framleiða undan þeim.

Látum fólk ekki komast upp með það að halda of mörg gæludýr og geta þess vegna ekki synt nauðsynlegustu þörfum þeirra.

Lög um dýravernd, segja meðal annars:

2. gr. Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli.
3. gr. Eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu.
Tryggja skal dýrum eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Koma skal í veg fyrir hávaða þar sem dýr eru höfð í vörslu.

Til eru dæmi um það að þessum lögum er ekki framfylgt og ekkert gert til þess að stoppa það.
Lögin þurfa að vera skýrari!

Því hvetjum við þig til þess að mæta að Sölvhólsgötu 7 mánudaginn 30. September kl 12:30 til að mótmæla þessu

Gott dæmi (að okkar mati) að slæmri ræktun má sjá á heimasíðunni www.simnet.is/jv1

Fjölmennum öll að Sölvhólsgötu 7. Mánudaginn 30. September kl 12:30 og látum í okkur heyra.