Get ég fengið eins dags frí?
Hversu oft er ekki stjórnandi spurður slíkrar spurningar? Við fréttum af einum sem er með svarið á reiðum höndum og notar það óspart. Það skal hinsvegar látið ósvarað hversu vel það virkar, en það sakar ekki að reyna.


Svar stjórnandans:
Svo þig langar í frí á morgun. Hugsaðu eitt augnablik um hvað þú ert að biðja um. Það eru 365 mögulegir vinnudagar í árinu sem gera 52 vinnuvikur. Þú hefur þegar 2ja daga frí um hverja helgi, sem skilja eftir 261 mögulega vinnudaga. Og þar sem þú eyðir 16 tímum daglega frá vinnu, sem eru samtals 170 vinnudagar, þá eru 91 dagur eftir til vinnu. Þú eyðir 30 mínútum dag hvern í pásur, sem gera samtals 23 daga á ári, og skilja þá eftir 68 daga til vinnu. Þú eyðir einnu klukkustund á dag í mat sem gera samtals 46 daga á ári, og eru þá 22 dagar eftir til vinnu. Þú tekur að jafnaði 2ja daga veikindafrí á ári, sem skilja eftir 20 daga til vinnu. Þú færð frí á 9 hátíðisdögum á ári, og þá eru 11 dagar eftir til vinnu. Þú hefur tekið að jafnaði 10 daga sumarfrí á ári, og þá er aðeins EINN dagur eftir til vinnu og það er ALVEG ÚTILOKAÐ að þú fáir frí þennan eina dag.