Líklega hafa einhverjir ykkar heyrt þessa athugasemd, oftast kemur hún frá kvenþjóðinni, og í þessum korki ætla ég að reyna að útskýra hvað þetta er röng staðhæfing..
Málið er að oftast benda konur á að þær geti prjónað og talað saman í einu, þetta er rétt, en karlar geta það líka, ég hef gert það. En málið er að konur prjóna miklu meira en karlar, svona almennt, og þess vegna eru ekki margir karlar sem hafa reynslu til að afsanna þetta.
Konur kunna þetta oft betur en karlar og eru vanari, þess vegna verður prjónaskapurinn sjálfvirkur, þær þurfa ekki að hugsa mikið um hann, og geta þess vegna hugsað um að tala. Hins vegar eru margir karlar eða strákir sem eru nýir í þessu, og þess vegna þurfa þeir að hugsa um prjónaskapinn, konur kunna þetta bara betur og það lærist að gera þetta án þess að hugsa mikið um það.
Auk þess er þetta augljóst dæmi um minnimáttarkennd kvenna gagnvart karlmönnum, sem er í raun skiljanleg, því karlar eru oft voðalega yfirlætislegir og leiðinlegir við konur, eins og til dæmis með því að halda því fram að þeir séu sterkari og betri í íþróttum og þannig.
Konur virðast hafa fundið ágætist áróður af ofangreindri ástæðu: það eru svo fáir karlar sem geta leiðrétt þetta, útaf því að þeir stunda þetta minna. Auðvitað er þetta mismunandi eftir einstaklingum hversu mikið þarf að hugsa um þetta, en ég held að ef við tökum t.d 100 karla sem kunna vel að prjóna, og 100 konur sem kunna jafnvel að prjóna, þá er það eingöngu tilviljun ef einhverjar aðeins fleiri konur geta hugsað um annað á meðan, gætu allt eins verið fleiri karlar.
Annars er ég alls ekki að segja að karlar séu eitthvað betri en konur, ég vildi bara benda á að þessi tiltekna staðhæfing er alger vitleysa.
Það hefur oft farið í taugarnar á mér þegar konur/stelpur halda þessu fram, þess vegna setti ég þetta undir nöldur.. <br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________

Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.
—————————–