Jæja mig langar að nöldra yfir nokkrum hlutum, þótt ég viti að flestir þessara hluta verða ekki lagaðir eða breyttir, þá langar mig bara til að koma þessu frá mér.

- Fjölskylduveislur: ákaflega leiðinleg fyrirbæri, sama fólkið hittist aftur og aftur (stundum reyndar með löngu millibili) og hefur nákvælega ekkert nýtt að segja. Algeng samtöl eru einmitt eitthvað á þessa leið: “Nei vá varst þú að flytja þangað?” “Já fluttum þangað fyrir 7 árum…” eða þá “Rosalega ert þú orðinn stór… man þegar ég sá þig fyrst og þú varst 1 árs” “Uhh… þú sást mig nú í fyrra og ég hef ekkert stækkað síðan þá…”

- Kennarar sem eru með svona “lyftutónlistartón”: þ.e. þeir mala svona áfram eins og lyftutónlist og þú hlustar ekkert á þá og lætur þér leiðast, sem veldur því svo að þig fer að syfja. Sami tónn, sama tónhæð, engar áherslur !

- Fm hnakkar sem þykjast vera meira en aðrir bara afþví að þeir hlusta á Fm…. (er lítið á móti þeim sem bara eru það en þykjast ekkert meira)

- Mambo nr. 5 (no comment)

- Ljótar fermingargræjur sem eru svo ömurlegar að rásirnar eyðileggjast á nokkrum vikum…

- Miller: amerískt sull

- Downloadið hjá línu net síðustu 2 daga: Hef verið að fá svona 1-2 kb/sek síðustu 2 kvöld… ömurlegt þar sem ég á að vera með 60k/sek…

- Kúnnar sem eru með mikil leiðindi og kvarta yfir öllu, hversu smátt sem það er … Sérstaklega ein sérstök kona sem gengur um í hagkaup (er að vinna þar) og leitar að vörum sem eru ekki til og kemur svo með lista á svona 2 vikna fresti yfir það sem vantaði og kvartar !!! Hefur gerst 3x svo ég viti.

- Fjarstíringar sem virka ekki…. Hver hatar það svo sem ekki ?

- Gömul sígild og góð lög sem eru látinn í nýtískustíl og einhver boybönd eða eitthvað verra er látið spila það…

- Bannaður aðgangur að huga í skólanum.. Er virkilega að fara í taugarnar á mér.

- Hávaðinn í viftunni í tölvunni minni á kvöldin þegar maður er að reyna að sofna. (nei ég slekk ekki á henni… er með smá server)

- Rispaðir geisladiskar.. einstaklega pirrandi þegar eitthvað gott lag byrjar að hiksta.

- Lélegir tölvuhátalarar sem ég er að nota núna þar sem fermingargræju-stæðan sem ég á (fékk gefins) er orðin ónýt og ég nenni ekki að tengja tölvuna beint í stærra settið af hátölurum sem ég á.

- Þýsku tímar í skólanum. Þýska er bara ekki mitt fag.

- Að fatta það að aftan á EXTRA tyggjópökkunum stendur: “Överdrifen Konsumtion kan ha laxerande effekt” eftir svona 5 ára stanslausa neyslu (fíkn) í ofangreint tyggjó.

- Skæri sem maður ætlar að nota til að klippa neglunar en eru svo ónýt þannig að maður brýtur óvart nöglina í staðin. :(

- Að vera ekki kominn með bílpróf.

- Og síðast en ekki síst… lenda í því að lenda á rimlum og fótbrjóta sig og þurfa að fara í gifs í 6 vikur (!!!) og á þeim tíma voru t.d. Quarashi tónleikar þar sem maður þurfti að vera í stúkunni og svo á eftir að vera busaball í skólanum og FatBoy Slim tónleikar og svo loks sama dag og ég missi gifsið á ég afmæli og get ekki tekið bílprófið fyrr en svona 2 vikum seinna eða eitthvað þar sem ég er ekki búinn með alla ökutímana.


p.s. þetta eru mínar skoðanir og eru bara um hluti sem fara í pirrurnar á mér og ber þessu ekki að taka of alvarlega.<br><br>——
Kv. Steini
[.LSD.]Gandalf
<i>Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool.</i>
//Lester Bangs - Almost Famous
Kv, Steini