Ég var að velta þessu fyrir mér um daginn eða í rauninni er ástæðan sú að ég fór að velta þessu fyrir mér er að við fórum eitthvað að tala um þetta í skólanum og mig langaði til að fá að vita hvað öðrum finndist um þetta.

Einhver sagði að munurinn væri sá að það væri keppt í íþróttum en þá fór maður náttúrulega að hugsa að það er líka keppt í listum. Það eru til dæmis til alveg fullt af allskonar tónlistarkeppnum, ljóðakeppnum og margt annað svipað.

Einhver sagði að ballet flokkaðist sem list en af hverju ætti ballett ekki að flokkast sem íþrótt þar sem að samkvæmisdansar eru settir inn í íþróttasambandið?

Og hverjir eru líka listamenn? Eru það listamenn sem að spila/leika/dansa/syngja/mála eða eitthvað annað ef að þeir hafi ekki samið það sjálfir? Væri til dæmis sanngjarnt að segja að einhver píanóleikari sem að væri búin að vera að æfa sig í mörg mörg ár væri ekki listamaður ef að hann hefði aldrei samið neitt?

En jæja ég var bara að koma með smá af vangaveltum fyrir ykkur og það væri gaman að fá að vita hvað ykkur finnst um þetta.

Kv. Grallara