Mig langaði bara að athuga viðbrögð fólks við vaxandi hækkunum á mat, fötum, húsnæði og svo framvegis.

Vinkona mín er í sambúð með manni sem er atvinnulaus. Sjálf vinnur hún 100% vinnu og fær í mánaðarlaun 70.000 kr eftir skatta. Leigan á íbúðinni er 55.000, sem er mjög lág fyrir 3 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hennar fær c.a. 50.000 kr. á mánuði. Eftir að hafa borgað leigu, síma, hita og rafmagn eiga þau c.a. 45.000 kr. Bæði nota þau strætó þannig að þar dregst af 8.000 kr. 37.000 kr eftir og þá á eftir að kaupa í matinn, þ.e. á viku 9.250 kr á viku til að kaupa fæði og aðrar nauðsynjar. Einnig á þessi vinkona mín við mikla bakeiki að stríða og ef lækniskostnaður þarf að bætast við þá eiga þau ekki fyrir mat síðustu vikuna. Þar sem hún er með of há laun og/eða er í sambúð fær hún enga hjálp frá ríkinu. Lækniskostnaður er of lítill til að TR aðstoði.
Ég spyr; er þetta mannlegt?
Hvað er til ráða fyrir fjöldan af fólki sem er í sömu ef ekki verri aðstöðu?