ég var að formata tölvuna hjá vinkonu minni og þurfti að bjarga nokkrum wma lögum (150 lögum). (lög sem eru búinn til í Windows media player.)

síðan setti ég inn win aftur og alltífína með það copyaði lögin til baka. ætlaði síðan að prufa lögin og gá hvort það væri ekki alltí lagi með allt saman.

en neinei! þá kemur bara “a licence can not be found for this media, you have to aqcuire a licence from the orginal computer.”

nú ég grenslaðist aðeins fyrir um þetta licence dæmi. og komst að því að vinkona mín hafði enableað svona right manager. kallað DRM. sem þýðir það að bara tölvan hennar getur lesið lögin. nú þegar ég var búinn að formata tölvuna hennar þá glataðist þessi lykill að lögunum hennar sem hægt var að backupa en ég bara hafði ekki hugmynd um þetta.

það eru til 2 útgáfur af þessu DRM, DRMv1 og DRMv2. DRMv2 var í gamla Media player en DRMv1 er í nýja eða útgáfa 7 og ofar.

ég fann forrit sem átti að henda þessu út en það styður aðeins DRMv2. það heitir “Freeme”
fann annað forrit sem á að leisa svona forrit kallast unfuck en það virkar aðeins með lögum sem á bara hægt að spila í 30 daga.

ég eyddi miklum tíma á netinu að leita meira og las marga korka sem voru emmit um þetta og fólk sem hafði nákvæmlega sama vandamál og ég bara átti miklu stærra safn. var einn gaur sem átti 16 gb af WMA lögum sem hann gat ekki spilað.

og það eina sem ég fann var ekki neitt!!.

getur einhver hjálpað mér í gegnum þetta vandamál ?