Heilsa, kæru tölvunotendursemstundahuga.

Ég heiti Magnús og er kallaður Gnúsi. Án þess að fara nánar út í það vil ég benda öllum þeim sem þykir sniðugt eða flott að kalla Ísland “klakann” á það að þau eru asnaleg. Já ASNA-LEG(ekki legið á asna heldur er það líking við aulalegt útlit asnans). Því það er bara staðreynd að Ísland er ekki klaki, heldur stór eyja í miðju atlantshafi.

Og einnig vil ég benda öllum þeim afvegaleiddu ruglukollum sem nota skammstöfunina LOL(laughing out loud) og ROFL(rolling on floor laughing) að þetta eru óþarfa innískot. Ég(og aðrir ef með þarf) get fullvissað ykkur um það að öllum er skítsama(afsakið orðbragðið) hvor þið séu að hlægja eður ei og hvað þá hvar þið eruð hlægjandi og hvort þið rúllið.

Ég þakka áheyrnina og skila kveðju til þeirra sem voru veikir og/eða neituðu að lesa greinina.


Gnúsi.