Oft á tíðum hefur það verið reynt hérna á Huga að setja met í lengd á korki eða greinum. Það hefur nú samt alltaf misheppnast held ég allavegana. En ef þið viljið reyna aftur þá ættuð þið að fara á eftirfarandi slóð og sjá hvernig þeir gera þetta þar!

Þessi slóð inniheldur alvöru breska sápuóperu sem leitt hefur af sér sambandsslit, herpes, kannski lögsókn, foreldra sem skipta sér af, mök við geit(tek því nú samt ekki trúanlega), besta vin sem kjaftar öllu, stelpu sem missir vinnuna útaf þessu og sætaval á leiki með Watford.

Ég ætla ekki að fara þylja upp alla söguna hérna, en ég vara ykkur við því að ef þið ætlið að lesa þetta, takið ykkur þá góðan tíma í það. Ef þið eruð í vinnunni, bíðiði þá þartil þið komið heim. Þetta er sko enginn barnaleikur hér á ferð!

Gjöriði svo vel og góða skemmtun!

http://boards.rivals.net/default.asp?sid=898&p=16&style=2&forumId=5709&action=1&replytoid=2137480729
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona