Ef til vill kann einhver að halda að hér ætli ég eitthvað að nöldra yfir könnuninni um hvað við ættum að gera ef kanarnir færu nú með her sinn í burt, ef svo er alls ekki raunin. Heldur vill ég velta upp þeirra snilldarhugmynd um að hafa íslenskan her. Einmitt nú þegar umræðan um agaleysi íslenskra ungmenna er í hámarki er ágætt að líta til leiði til að laga það vandamál. Er það ekki nákvæmlega það sem íslenskur her myndi gera? Ungt fólk myndi læra smá aga, finna hvernig það er að vera hluti af stórri heild, og finna einhverja samstöðu með persónum sem annars myndi vera svarnir óvinir? Það væri kannski hægt að hafa þetta skildumæting um 20 ára aldur, strax og menntaskóla lýkur. Er það ekki einmitt þá sem fólk veltir helst fyrir sér hvað það vill gera með framtíð sína? Annars er auðvitað hægt að skrá sig í hann hvenær sem er, það fara auðvitað ekki allir í menntaskóla. Svo væri möguleiki á að taka seinasta ár menntaskólans í hernum.

Frábær hugmynd?
Hvað finnst þér?<br><br>What the Hell´s a Cleveland Steamer?