Sælir samHugarar

Mér liggur svolítið á hjarta, og langar að fá viðbrögð ykkar við þessum pælingum mínum.
Málið er það sem ég vil kalla “morð á áhugamálum” .. kannski djúpt tekið á árinni en þó ekki.
Það eru aðilar hér á Huga, ófáir sem virðast stunda það að fara inn á áhugamál ef þeir sjá grein á forsíðu af því áhugamáli, og hreinlega gera allt sem þeir geta til að vera með vésen, bögg og leiðindi.
Þau áhugamál sem mér finnast verða sérlega illa úti eru Nágrannar, Kettir, Survivor, Hundar og Gæludýr. Það gæti vel verið að þau séu fleiri sem fá svona útreið, en ég tek sérstaklega eftir þessum því að ég stunda þau frekar mikið.
Þegar það eru alltaf svona leiðindasvör við greinum á þessum áhugamálum þá leiðir það til þess sjálfkrafa að fólk hættir að senda inn greinar og áhugamálið deyr út.

Mér finnst þetta leiðinlegt, og ég skil ekki hvernig fólk er innrætt sem virkilega fær “kikk” út úr því að skemma fyrir öðrum.

Vinsamleg tilmæli til þeirra sem gera þetta .. hættið þessu, þetta er barnalegt leiðinlegt og gefur slæma mynd af ykkur sem gerið þetta.

Og persónulega finnst mér að það mætti taka harðar á þeim sem gera þetta en gert er í dag, málfrelsi eða ekki .. bögg er bögg og ekkert annað.

Kærar þakkir
Zallý
———————————————–