Kæri lesandi. Ég geri ráð fyrir því að þú, eins og svo margir aðrir alls staðar í heiminum, notir internetið mögulega daglega eða allavega þó nokkuð reglulega. Ég vil biðja þig um að hugsa þig um hvað þú skrifar á netið, í kommentum, bloggi, facebook og bara hvar sem er. Ég hef orðið vitni af allt of mörgum manneskjum sem setja upp ákveðna grímu þegar þeir eru á bakvið skjáinn þar sem enginn sér þá. Fólk sem hikar ekki við að vera með dónaskap og leiðindi á netinu, en myndi mögulega aldrei nokkurn tímann þora (eða vilja) gera fyrir framan alvöru manneskju, augnliti til augnlitis. Hugsaðu þig því tvisvar um áður en þú setur eitthvað á netið, eitthvað sem allir geta séð. Þú mannst kannski eftir áramótaskaupinu og skotið á dv kommentakerfið? En hvenær ætlum við að stoppa þetta? Það gerist ekki nema með því að líta í eigin barm. Það eiga auðvitað allir rétt á sínum skoðunum en það þarf ekki að vera með leiðindi. Taktu af þér grímuna, vertu kurteis og notaðu skynsemina.

 

Takk fyrir að lesa!