Ég horfði nú ekki á mikið af þessum þætti (þarsem það hafði alveg farið framhjá mér að hann væri á dagskrá) en ég horfði á eitthvað sem gætu hafa verið "hraðaspurningar" því hver hafði aðeins smástund til að svara því sem hann var spurður að og alltíeinu eftir ákveðinn tíma greip kynnirinn framí með orðunum: "Takkfyrirþað! Þorvarður?" (ef einhver þeirra héti Þorvarður), jafnvel þó þau væru í miðri setningu að reyna að klára punkt, og aldrei fengu þau að klára hann nema þau hefðu kannski ekki þörf fyrir nema eitt orð.
 
Jafnvel þó (ég hef ekki hugmynd um það) þetta hafi kannski bara verið hluti af þættinum þá var þetta bara eitt það fáránlegasta sem ég hef séð í supposedly málefnalegri mikilvægri umræðu.

Smánöldur í tilefni yfirvofandi jarðarfarar þessarar síðu.