Ég er farinn að sjá hvað er svona heillandi við það að vera útá sjó alltaf. Maður þarf ekki að deala við stofnanir útá sjó. Maður veiðir bara fisk, talar við kallana og ælir. Einfalt líf. Svo kemur maður í land, dettur í það og er farinn aftur á sjó áður en það rennur af manni. Gott líf.

Ég nenni ekki að vera fara útí smáatriðin á þessu, mest megnis peningavandræði, en finnst það einhvern veginn vera svo margt annað líka. Bara allt. Ég er líka bara ógeðslega reiður akkúrat núna og það er ef til vill öllu verra. Langar að hverfa bara því ég hef hvorki orku né vilja til þess að takast á við þetta líf. Er líka illa axlarbrotinn og hef ekki gert rassgat í tæpa þrjá mánuði, sem er virkilega byrjað að segja til sín.

Ég veit það borgar sig ekkert að æsa sig yfir þessu. En ég róaðist eitthvað við að skrifa þennan kork..
indoubitably