Þannig er, að núna er ég að leita mér að einhverju einstaklega krefjandi.

Einhverju til að keyra mann út að þekkjanlegum mörkum líkamlega og andlega.

Svo mig langar að spyrja ykkur kæru hugarar, hvort þið getið deilt með mér þekkingu ykkar í tengslum við það að skrá sig til hergöngu. Ég vil færi til þess að komast í tengsl við það sem getur orðið mönnum sem allra mest verðlaunandi. Ég er reiðubúinn að hætta lífi mínu fyrir réttan málsstað. Ég trúi því að ég geti tekist á við hvaða áskorun sem er og legg það í vana að lýsa mér sjálfum sem fullkomnari mynd af metnaði uppmáluðum.

Mér þætti einnig vert að skoða hjálparstörf. Það er ekki verra að hafa slíkt til hliðsjónar.

Ég er þar með sagt ekki að leita mér að skotvopni, heldur tilbreytingu og vonast þannig til að öðlast lífsfyllingu.

Bestu kveðjur.
Chill