It´s not the man who kills,it´s a cold heart that kills.
-Full metal jacket.

(Draumur sem mig dreymdi 20-5)
Ég sit inní stofu hjá Vinkonu og fjölskyldu hennar og það er blíður sumardagur úti,mitt sumar og fólk er úti að tala saman og njóta sumarsins.
Mér líður rosalega vel og er að borða góðan mat undir góðum samræðum hjá öllum við borðið.Allt í einu er ég kominn í útidyrahurðina með naglabyssu í hendi og hún er með miði og öllum græjum.í miðinu er manneskja sem ég þekki vel og hef unnið með:Eva Björk.
Hún situr við tréborð ásamt vinum sínum og ég miða bara á hana,krosshárin leggjast yfir öxlina á henni er ég undirbý fyrsta skotið,dreg inn andann og hleypi af fyrsta skotinu.Byssan kippist smá þegar naglinn þýtur af stað…..hann lendir rétt fyrir ofan Evu og enginn virðist taka eftir litla gatinu í bárujárninu eða hljóðinu sem naglanumm fylgdi er hann þaut inní bárujárnið.Partur af mér glottir er þau taka ekki eftir þessu,heheheh fólk getur stundum verið eins og helvítins rollur.Ég halla mér aftur að byssunni,anda rólega inn held andanum í nokkrar sekúndur meðan ég miða á ný.Læt andardráttinn renna rólega út er næsta skot er miðað hjá maganum og núna geri ég ráð fyrir vindinum og miða aðeins til hægri.Aftur kemur kippurinn sem segir mér að Naglinn sé floginn af stað til að sinna því verki sem hann var gerður til.Ég horfi á Evu og bíð eftir viðbrögðum,hún kippist snögglega til þegar naglinn lendir í maganum og hún panickar,grípur um magann og öskrar,ég hleypi af nokkrum skotum í viðbót snögglega til að enda kvölina.Eitt ofarlega í ennið,annað í öxlina og það seinasta aður en hún fellur niður var í ofanvert lærið.Ég horfi á hana deyja er naglarnir þjóta einn af öðrum inní hana og ínní bárujárnið bakvið hana.Ég horfi á hana detta niður,andlitið blóðugt og hvíta peysan hennar er nú blóðug og göttótt,hún rennur af bekknum og dettur á grasið hreyfingarlaus.Steindauð.Fólkið við borðið byrjar að kalla á hjálp því þau þora ekki að hreyfa sig því þau sjá ekki hvar hættan kom.þau horfa bara í kringum sig eins og 3.heimsstyrjöldin væri byrjuð.Fólk getur verið svo vitlaust!Maður í næsta húsi sér mig með naglabyssunna og tekur upp gemsann sinn til að hringja á lögguna,ég miða snögglega á hann,eitt skot í fótinn og hann öskrar og í því missir hann símann sinn eitthvert í burtu.Hann byrjar að skríða í burtu en eftir 3 skot í bakið þá liggur hann þarna kyrr.Hverfið er hljótt og í fjarska byrjar sírenuvælið sem fólk treystir á ef eitthvað kemur uppá sem það ræður ekki við.Fjólublár mitsubishi rennur inná bílastæðið í næsta hverfi svona 300 metrum í burtu,úr bílnum kemur kona talandi í gemsa og hún opnar skottið og þar tekur hún upp 2 nóatúns poka fulla af matvörum.Fólk í dag ræður ekki við neitt annað en þetta daglega þras við tengdó og vini.Konan labbar af stað létt í skapi haldandi að maturinn verði brátt til.Ég renni krosshárunum yfir hana og dreg inn andann er skotið hleypur af……konan öskrar er naglinn lendir í mjöðminni,hún fellur niður,missir símann og nóatúnsvörurnar dreifast um allt er hún liggur í blóði sínu kallandi á hjálp.
Enginn kemur til að hjálpa,fólk horfir bara á í gegnum stofugluggann og hringir á sjukrabíl.
2 skotum seinna er konan ekki lengur öskrandi á hjálp,heldur steindauð eins og hinir.Löggan er að nálgast,best að fara inn og halda áfram að éta.
Ég labba inn í eldhús sest niður og byrja að spjalla um allt þetta venjulega.
Góður matur,Klárum kvölmatinn og horfum á sjónvarpið.Afleiðingar engar.Svaf eins og ungabarn næstu nótt.

-Það sem var hrikalegt við þennan draum var að ég horfði á manneskjur deyja ein af annari og ég hélt bara áfram eins og ég væri að slíta gras.
-Marcinko