Það er erfitt að finna sér sumarvinnu í dag.

Ég er bara ein af þeim sem er búin að vera í vorprófum og hef því ekki einbeitt mér að því að hugsa um vinnu þar sem prófin áttu hug minn allan. En nú þegar maður er búinn í prófum þá byrjar maður að leita sér að vinnu þótt að það sé orðið svolítið of seint.

Veit einhver hvort að það vanti fólk í sumarvinnu…kannski helst heildagsvinnu?!

Mín reynsla að leita að sumarvinnu er sú að þegar maður ætlar að byrja nógu snemma og hefur leit svona fyrir páskafrí, þá er alltaf sagt við mann: Við erum ekki viss því að við erum ekki byrjuð að hugsa út í sumarvinnu og að ráða starfsfólk. Komdu frekar í maímánuði.
Ok. hugsar maður og þau benda manni á að skilja eftir atvinnuumsókn og frekari upplýsingar og auðvitað gerir maður það.

Þegar maður loksins kemur í maí þá fær maður ef til vill þetta svar: Nei því miður erum við búin að ráða starfsfólk fyrir sumarið!
Heyrðu nú mig!!! Ég lagði inn umsókn það snemma að ég gæti alveg verið ein af þeim heppnu sem gætu hreppt vinnuna.

Þetta er bara búið að gerast hjá mér síðan að ég byrjaði í menntaskóla. Ég er orðin frekar pirruð að leggja inn margar umsóknir til ýmissa fyrirtækja mjög snemma en fá svo ekkert svar. Ættu vinnuveitendur sem ráða inn starfsfólk ekki að kíkja á umsóknirnar og ef þeim lýst ekki á þær þá endilega láta mann vita að maður sé einfaldlega ekki hæfur í það starf sem býðst en að láta mann bíða og bíða?!
Ég held persónulega að t.d. ef maður fer í búðir og skilur eftir umsókn um vinnu þar þá grunar mig að starfsfólkið í búðinni seti umsóknina manns í einhverja möppu sem geymd er á einhverjum stað sem enginn finnur hana og skilin eftir til þess að rotna um sumarið.

Nú er ég svo búin að þræða allar búðir/fyrirtæki og spyrjast fyrir og heimasíður sem bjóða atvinnu og ég finn ekki neitt!

Ein alveg verulega svekkt og pirruð.


P.s. Þeir sem lesa greinina og vita um einhverjar atvinnu sem vantar sumarstarfsfólk í (helst vinnu sem býður upp á heildags-og dagvinnu)…ENDILEGA LÁTIÐ MIG VITA!!!
I´m crazy in the coconut!!! (",)