Var bara sona að velta því fyrir mér afhverju það eru búnar að vera sona óóóógeðslega margar greinar um eitthvað dót eins og hunda og ketti og allrahanda fjórfætlinga og jafnvel rugl eins og höfruna alltaf á forsíðunni hérna á huga þessa dagana.
Kannski er ég bara sona bilaður en mér finnst alltaf vera stór hluti greina þarna um þetta miðað við hvað ég hefði haldið að það væri ekki stór “markhópur” sem væri eitthvað í þessu. Allavega þekki ég fáa sem hafa mikinn áhuga á dýrauppeldi og nýjum gönguleiðum og guð má vita hvað.
Þetta á svosem ekki að vera illa meint en ég væri alveg til í að sjá meiri fjölbreytni í því sem situr á forsíðunni. Núna t.d. þegar þessi grein er skrifuð fjallar 1/3 af greinunum á forsíðunni um gæludýr… finnst einhverjum öðrum þetta vera soldið mikið?

kveðja,
DamienK, sem mundi frekar njóta ljúfra ásta með Andreu Róberts en að skrifa grein um hundagönguleiðir…