<font face =“arial” size=“2” color=“red”> Ég verslaði mér um daginn tvö svona júmbó pastasalöt í 10-11 í hafnarfirði, svo keyrði ég heim (inní rvk) og ætlaði að gæða mér á öðru þeirra, en þegar ég opnaði það þá var alveg hryllileg lykt af því og þá leit ég á dagsetninguna og sá að þetta hefði runnið út daginn áður. Ég að sjálfsögðu hringdi strax í búðina og kvartaði yfir þessu og þar sem klukkan var alveg að verða 23 þá nennti ég sko ekki að fara að keyra alla leið inní hafnarfjörð til að skila þessu svo ég spurði hvort það væri ekki í lagi að ég færi með þetta inní 10-11 í Lágmúlanum því þar er náttúrulega opið allan sólarhringinn. Verslunarstjórinn samþykkti það og hringdi þanngað niðreftir til að láta vita að ég kæmi með þessar skemmdu vörur (bæði pastasalötin voru skemmd). Þegar ég kom í Lágmúlann tók strákurinn þar sem var yfir mjög vel á móti mér og sagði að ég gæti valið mér eitthvað annað og eiginlega hvað sem er. Ég ákvað ég myndi bara fá mér pizzu í staðinn og hann lét mig fá 2 pakka af chicago town örbylgjupizzum, 2 lítra af kóki og líter af ís. Þetta kallar maður sko almennilegt! Ég bjóst við að hann myndi bara endurgreiða mér þessar 560 kr sem fóru í þessu tvö pastasalöt eða ég gæti keypt eitthvað í staðinn fyrir sama pening. Allavega ég sem var að vinna hjá 11-11 veit að þau myndu allavega aldrei taka svona vel á móti mann ef eitthvað er skemmt eða gallað sem er keypt. Þannig ég vil þakka 10-11 kærlega fyrir þessa æðislegu þjónustu og ég mun sko halda áfram að versla hjá þeim í framtíðinni.<br><br>—-\LadyGay//—-