Fréttirnar í kvöld voru allsvakalegar, fyrir utan augljósan harmleik þá var líka talað um að mjög þekktur kynferðisafbrotamaður hefði verið handtekin í tengslum við tvöfalda nauðgun á rúmlega tvítugum karlmanni.
Er ekki örugglega bara einn mjög þekktur kynferðisglæpamaður á Íslandi sem kemur til greina? Hvernig stendur á að þessi blessaði maður fær alltaf aftur og aftur frelsi til að gera svona voðaverk, vantar ekki eitthvað í okkar réttakerfi sem segir að síafbrotamenn fái þyngri og þyngri dóma eftir að brotunum fjölgar. Í mörgum löndum fá menn hámarksdóma á þriðja broti (er mér sagt) og fá enga reynslulausn ! Hér fá þessir menn/maður fáránlega lága dóma og þurfa ekki einu sinni að sitja þá alla af sér, klára kannski rétt rúmlega helming af 2-3.ára dóm.
Fyrir utan þá augljósu staðreynd að þessi maður er fársjúkur, og gott dæmi er þátturinn Sönn íslensk sakamál þar sem hann neitaði því alfarið að hafa nokkurn tíman gert svona hluti og í hans sjúka huga voru þetta allt misskilningur og gallað réttarkerfi. Ég get verið sammála því að réttarkerfið er meingallað, en ekki þó á sama hátt og þessi tiltekni maður vill halda fram.
Ég ligg andvaka og hugsa um þennan fréttartíma, þó viðurkenni ég að fréttin um harmleikinn í breiðholti er sú sem heldur mér vakandi.
<br><br><b>Kv. EstHer</b> <img src="http://www.freakygamers.com/smilies/s2/contrib/blackeye/lol.gif“>

– Sendu mér <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=EstHerP&syna=msg“>skilaboð</a> eða <a href=”mailto:esther1@simnet.is">e-mail</a> –
Kv. EstHer