Fyrst vil ég nefna að "<b>Það sem sbs þolir ekki!</b>" mun verða kallað "<b>sbs: Pistillinn</b>" framvegis.
Í "<b><a target=“_blank” href="http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=534176&iBoardID=52">Það sem sbs þolir ekki! [22:04:2002]</a></b>" skrifaði ég um hinar fáránlegu og oft sorglegu greinar sem líta stundum dagsins ljós, greinarnar sem eru að benda fólki á augljósa hluti.
En núna ætla ég mér að skrifa um annað en samt mjög skyllt því efni. Þessar greinar hafa allir séð, þá sérstaklega á áhugamálum á borð við Simpsons, South Park og Tolkien. Það eru nær alltaf ný skráðir notendur sem senda svona greinar inn, notendur sem skilja ekki alveg útá hvað lífið gengur en vilja samt sýnast gáfuð og snjöll.
"The Simpsons eru sjónvarpsþættir, þeir fjalla um fjölskyldu sem býr í Springfield. Pabbinn heitir Hómer, hann er latur og drekkur mikið af bjór, mamman heitir Marge, hún er með blátt hár. Þau eiga þrjú börn, strák sem heitir Bart, hann er vandræðagemlingur, dóttur sem heitir Lísa, hún er mjög gáfuð og svo aðra dóttur sem er lítil en hún heitir Maggie, hún gengur með snuð."
Þetta er ekki fögur sjón frekar en <a href="http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=534176&iBoardID=52“><b>ábendingarnar</b></a> og spyr maður sig oft þegar maður hefur lesið svona grein, "Hvað heldur hann eiginlega að við séum?".
En auðvitað eru þessar greinar sendar inn í góðri meiningu, oft af börnum sem vilja bara segja frá einhverju og velja að segja okkur frá hinu augljósa. En ef að það er einhver eldri en 10 ára sem sendir svona inn þá er þetta einungis sorglegt. Ég er samt nokkuð viss um að þetta eru bara börn, afhverju? Jú, dæmið sem er hér fyrir ofan er skrifað af mér, alvöru greinarnar eru oftast með stafsetningarvillu í öðru hverju orði og sjaldan eru orð einsog "Marge" og "Maggie" skrifuð rétt.
Við skulum vona að engin sendi hvorki útskýringar né <a href=”http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=534176&iBoardID=52“><b>ábendingar</b></a> aftur inn og að ég muni tala um eitthvað annað og skemtilegra í næsta pistli.
<i>One dream, one soul, one prize, one goal, one golden glance of what should be
- Queen</i><br><br><a href=”http://www.sbs.is/“><img border=”0“ src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?kt=090285-2119&myndnafn=sbsundir.gif"></a
