Það er fátt sem lætur tilfinningarnar flæða hjá mér einsog viss tegund greinar, pósts, málsgreinar, setningar. Þið kannist öll við þetta, allir hafa séð hana einhvern tíman og allir hafa einhvern tíman furðað sig á þeim.

Ég er auðvitað að tala um þann atburð sem gerist þegar nýtt fólk kemst á netið og sér einhvað sniðugt. Það fyrsta sem það dettur í hug er að engin hafi séð þennan sniðuga hlut áður, þau vissu ekki af honum áður afhverju ættu einhverjir aðrir að vita af honum?

Þá vaknar viss löngun í fólkinu, að benda á hlutinn, það eru margar leiðir til að benda á hlut en sú vinsælasta er sú leið sem ég hef lært að hata. Maður sér hana oft og finnur einhverja blöndu af vanþóknun og vorkunn.

“Það er hægt að finna fréttir á <a href=”http://www.mbl.is">http://www.mbl.is</a>, bara láta ykkur vita“

Já, þetta er ekki fögur sjón að sjá. Ég veit ekki hvað ég hef eytt mörgum greinum á kvikmynda áhugamálinu á hugi.is sem eru akurat þetta. Oftast er verið að benda á vef sem heitir IMDb.com, þetta er kvikmyndavefurinn sem er magnaður og fólk vill benda á hann þegar það sér hann. &quot;Fariði á <a href=”http://www.imdb.com/">http://www.imdb.com/</a> þar er hægt að finna margt um kvikmyndir&quot;.

En þetta er ekki það versta, nei. Fólk getur ekki látið þessa einu setningu nægja, það verður að setja kommuna yfir a-ið, það skellir þessu ;) á endann. Ég mun skrifa langa grein um vanþóknun mína á þessu ofnotaða tákni, hún kemur ekki í dag en hún kemur. En með þessu bros-blikki þá toppar það allt. Þarna er ekki bara verið að segja &quot;ég veit meira en þú&quot; heldur er líka verið með þetta glott. En enn vera en þetta glott er setning sem er enn verri en ;)-ið. Það er loka hnykkur á þetta allt saman. &quot;verði ykkur að góðu&quot;.

“Stöð 2 er sjónvarpsstöð, bara láta ykkur vita. Verði ykkur að góðu. ;)”

Nú enda ég þetta, einsog framtíðar pistlar mínir hér munu enda, með tilvitnun úr þekktu dægurlagi sem mér finnst tengjast því sem ég hef skrifað um.

<i>&quot;Karma Karma Karma Karma Karma Chameleon&quot;
- Boy George</i>

<i>Verði ykkur að góðu ;)</i><br><br><a href="http://www.sbs.is/“><img border=”0“ src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?kt=090285-2119&myndnafn=sbsundir.gif"></a