Sælt verið fólkið.

Það er svo langt síðan að ég var hér síðast.

Ég veit að margir hugarar eru örugglega löngu hættir hér.

En það væri gaman að vita hvort einhverjir sem voru með mér á gullárum huga 2002-2006 séu hér ennþá. En ég er einn af þessum gömlu hugurum sem gafst upp á huga.is fyrir mörgum árum. Er sjálfur bara að skoða mig hér um aftur en er ekkert að fara að gerast virkur hér aftur.

Það vill engin hafa mig hér aftur hvoreðer. :/

Enda er ég allstaðar óvelkomin.

Ég man ekki eftir neinni hér sem elskaði mig á hugi.is.

Ég átti enga aðdáendur heldur.

En það er alveg óþarfi að hringja á vælubílinn útaf mér.

Ég er vanur þessu.


Ekki veit ég hvað eru búnir að vera margir vefstjórar að stjórna þessum vef núna enda hef ég ekki verið hér inná í mörg ár.

En hvað eruð þið sjálf búin að vera stunda hugi.is í mörg ár?

Finnst svo ömurlegt að geta ekki skráð mig endanlega úr hugi.is og eytt út gömlu þráðunum mínum.