Ég er orðinn svo pirraður á BT og Aco. ég keypti mér heyrnatól með mic í bt á 3700 kr minnir mig, fyrst voru þau í alveg fínu ástandi en svo fór að heyrast ílla í mér. ég fór með þau í BT í kringlunni og bað um að fá peninginn til baka, þeir sögðu að ég ætti að fara með hana niður í lager eitthvað hjá þeim, því að það var bara 2 vikna skilafrestur. en hvernig á maður að vita það ? það stóð hvergi. ég var með kvittunina og allt sem með því fylgdi. Svo að ég fór niður í skeifu til í Aco og ætlaði að láta kíkja á þau. Já já þau vildu gera það nema að ef “Tæknimaðurinn” fyndi ekkert að þeim þá þyrfti ég að borga 3600 kr. ég meina það er jafndýrt og heyrnatólin kostuðu mig. Maður getur aldrei verið viss hvort að þau séu ónýt eða ekki, ég meina ég get alveg heyrt vel í þeim en þegar kemur að micinum þá klikkar hann. meina svo getur líka tæknimaðurinn bara sagt að það væri ekkert að þeim svo að hann gæti fengið peninginn. Ég “ÆTLA” aldrei aftur að kaupa eitt eða neitt í BT eða Aco, sem eru þá að reyna að svindla á manni. ég er búinn að heyra margar ljótar sögur af bt en hélt að það ætti bara við pc tölvur og þannig. Ég á tölvu frá EJS og músin fór að vera leiðileg , þeir tóku ekkert fyrir það þótt að það var ekkert að þeim, örugglega bara vitlaust stillt hjá mér. en samt vara ykkur hér við að kaupa aldrei neitt hjá bt eða aco þótt að þar er ódýrt , en verstu gæðin !