Ok, ég hef pælt í þessu af og til en veit ekki hvort ég hef alveg rétt fyrir mér þar sem ég hef ekki mikla þekkingu í efnafræði og svo framvegis. Kannski getur einhver leiðrétt mig ef fer með rangt mál.

Er ekki vetni tilvalinn kostur fyrir eldsneyti framtíðarinnar(muniði ekki eftir vetnisstrætóunum)?

Vetni getur fengist úr vatni, og vatn er t.d. í sjónum, sem er fokking huge.

Vetnið skilar frá sér gufu eftir notkun í stað koltvísýrings.

Gufan rís upp og fellur síðan til jarðar samanber fokking hringrás vatnins sem þýðir að vatnið er sjálfbært. Ef að þetta er allt rétt hjá mér þá ætti þetta að vera frekar solid lausn á orkuvanda veraldar og sjálfbærni.

Endilega leiðréttið mig ef ég er að misskilja eitthvað svakalega.


Bætt við 21. nóvember 2011 - 22:32
Ok vetni er ekki inn í myndinni.

En öll endurnýjanleg orka kemur til greina þá sérstaklega sólarorka.