Tilgangurinn með þessum þræði er ekki að væla yfir fordómum, heldur er hann sá að reyna að finna út hvaða fordómar eru algengastir, að minnsta kosti þeir sem eru algengastir hjá okkur Huganotendum.
Sjálf hef ég fordóma gagnvart öllum sem nota/hafa notað fíkniefni eða tóbak (skiptir engu máli í hvaða formi) og þeim sem drekka (líka þeim sem fá sér einn bjór og búið), og bara öllu tengt þessu þrennu. Ég er líka með fordóma gagnvart fólki sem trúir á ‘Guð’ (mjög mikla, í sannleika sagt), fólki sem hefur eitthvað á móti samkynhneigðum, fólki sem finnst að einhver sé betri en einhver annar (sama á hvaða grundvelli) og þeim sem að vilja flokka manneskjur í einhverskonar hópa eða týpur.
Gagnvart hverju hefur þú fordóma?
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.