Ég veit að þetta er þreytt málefni en ég hef alltaf velt fyrir mér einu.

Það er alltaf sagt að fjórum flugvélum var rænt. Tvær enduðu í turnunum, ein á að hafa klesst á Pentagon og hin átti að hafa hrapað á akri í Pennsylvaníu.

En nánast allir eru búnir að benda á að engin Boeing 757 vél hafi getað klesst á húsið. Fólk styður það með því að benda á að leifarnar af flugvélinni voru nánast engar, og gatið í Pentagon var fáránlega lítið. Fólk er búið að segja þetta síðustu árin og meira að segja Donald Rumsfeld missti út úr sér á blaðamannafundi: “The missile that hit Pentagon” eða eitthvað álíka.

En mín pæling er sú, að ef engin flugvél hafi klesst á Pentagon, hvað varð þá um flugvélina sem var rænt? Hvar endaði hún þá og allir þeir 65 sem voru inn í henni?