Kæru fjölmiðlar (og aðrir sem gera þessi mistök), vinsamlegast skiljið það að það að segja að manneskja hafi verið undir áhrifum eiturlyfja/fíkniefna/vímuefna segir mér bara ekki rassgat um ástand manneskjunnar.
Þegar ég heyri orðið fíkniefnaakstur hugsa ég ekki um kókaíndrifinn andskota heldur um einhvern með lummu eða nýbúinn að fá sér kaffi. Fíkniefnaakstur og að viðkomandi hafi verið undir áhrifum fíkniefna segir ekki neitt sérstakt um ástand hans.
Hvers vegna er líka tekið fram þegar það er um ölvun að ræða? Hversu frábrugðinn er ölvunarakstur öðrum akstri undir áhrifum vímuefna? Hvers vegna er það svo nauðsynlegt að taka það fram hvort það hafi verið áfengi eða “eiturlyf” eða bæði. Er fólk að reyna að reyna að sannfæra sig um að áfengi sé svo allt öðruvísi og ekki eins óhollt?

Fyrir einhverju kveikti ég á útvarpinu og þar var einhver kona að segja að sykur virkaði eins og eiturlyf.
Ókei, sykur virkar eins og eiturlyf segjum það en hvað segir það mér, hlustandanum, eiginlega? Í dag er khat skilgreint eiturlyf af yfirvaldinu, marijúana og LSD líka. Það að segja að sykur hafi sömu áhrif og eiturlyf á greinilega að segja mér að sykur geri mig svangan, rólegan, glaðan, valdi ofskynjunum, órólegan, sjálfsöruggan og öran. Því að það er mjög einföld staðreynd að öll “eiturlyf” eru nákvæmlega eins og hafi nákvæmlega sömu verkanir.

Takið eftir; orðið fíkniefni er ekki orð yfir eitt sérstakt efni.
Það kemur mér svo sem ekkert sérstaklega við undir hvaða áhrifum neinn var, og mér er sama, en vinsamlegast skiljið að fíkniefnaakstur segir mér voðalega lítið.

Bætt við 1. ágúst 2011 - 00:02
Í lögum er áfengi ekki flokkað sem ávana- eða fíkniefni. Ég efast jafnvel um að það sé minnst opinberlega á það sem vímuefni.

Já, svo er bannað að keyra undir áhrifum khat. Snjallt.