Ókei, dæmið þar sem einhver fer mörg ár aftur í tímann og skýtur afa sinn og þá myndast paradox því að ef afi manns dæi þá væri maður ekki lifandi til að drepa afa sinn í fortíðinni
EN fortíðin er búin að gerast og við getum ekki breytt henni þannig að ef tímaflakk er mögulegt þá er augljóst (finnst mér) að það sem við eigum eftir að gera í fortíðinni er nú þegar búið að gerast. þ.e.a.s. ef að ég fer til fortíðar til að drepa afa minn þá mun/hefur eitt af þessu þrennu gerast/gerst:
A) mér tekst/tókst það ekki
B) Afi og amma voru búin að ríða
C) Hann er ekki hinn raunverulegi afi minn
(eða einhvað annað sem mér dettur ekki í hug.)

Það sem ég er að segja er að ef tímaflakk til fortíðar verður mögulegt að þá er það sem tímaflakkarinn gerir í fortíðinni búið að gerast, því það er í fortíðinni. þ.e. það er ekki hægt að breyta nútíðinni með tímaflakki til foríðar.

er einhver sammála??