Inngangur


Nomís hefur notið þó nokkra vinsælda hér á Menntskólanum á Egilsstöðum og hefur staðið til í langan tíma að skrifa bók um þennan leik og nú verður það að veruleika. Hér á eftir ætla ég að skrifa hvernig ég fékk hugmyndina að þessum leik og ég ætla að láta reglurnar fylgja með í kjölfarið.





Nomís, the beginning
Hugmyndina að þessum leik fékk ég dag einn þegar ég lá í rúminu mínu og horfði út í loftið. Það varð fljótt leiðinlegt svo ég stóð upp og tók upp lítinn bláan tappa sem mér fannst vera pepsi tappi. Svo horfði ég í kringum mig til að leita að ruslinu því að einhver hefði getað hrasað um þennan tappa og fótbrotið sig og þá hefði ég fljótt staðið í miklum málaferlum við þann mann. En áður en ég fann ruslið þá tók ég eftir tveimur orðabókum sem stóðu hlið við hlið uppi á hillu og ég ákvað að reyna að hitta á milli.
Og BINGÓ. Nomís varð til.
Sumir furða sig kannski afhverju leikurinn heitir Nomís. Hér er svarið.
Ég fann ekki upp á nafninu Nomís heldur var það hún Sandra Rut.
Fyrir þá sem ekki vita hvað Nomís þýðir þá ættuð þið að prófa að lesa það aftur á bak. Þá fáið þið út nafnið Símon.

Allar kvartanir skulu beinast til Söndru Rutar en ekki Böðvars.

Leikreglur fyrir NOMÍS
1. Keppendur skulu vera í tveggja og hálfsmetra fjarlægð.
2. Keppendur fá sjö tappa, einn skal vera hvítur en hinir bláir.
3. Holan á að vera 7 cm. á breidd en 6-12 cm. á hæð
4. Einungis tveir mega spila í einu og verður sá sem byrjar að klára að kasta sínum töppum áður en næsti má gera
5. Holan á að vera 142 cm. fyrir ofan rúm og rúmið á að vera 42 cm. á lengd.
6. Nota má hvaða hluti sem er til að búa til holuna en þessir hlutir mega helst ekki vera fleiri en þrír.
7. Reyna á að kasta sem flestum töppum í holuna og verða þeir að stoppa í henni.
8. Halda á áfram að kasta þangað til að allir tappar séu komnir niður á golf eða í holuna.
9. Ef tappi lendir í rúminu má taka hann upp og kasta honum aftur.
10. Ef hvíti tappinn lendir í holunni þá fær maður tvö stig.
11. Ef tveir tappar lenda í holunni þá fær maður double NOMÍS. (4 stig)
12. Ef allir tapparnir lenda í holunni þá fær maður ULTIMATE NOMÍS, sem eru 50 stig.

Nomís de Wilde. Half way to the end.
Úr því að Nomís var svo vinsæll ákvað ég að búa til fjóra Nomís leiki.
Ég ákvað að búa til nöfnin á þeim fyrst því að ég var dáldið þurr í hausnum og hafði ekki mjög mikið ímyndunarafl á þeim tíma. En það átti eftir að breytast. Ég ákvað að kalla fyrsta leikinn Nomís de Wilde. Það nafn fann ég upp sjálfur. Reglurnar fyrir þennan leik bjó ég til næstum því um leið og ég bjó til þessa leikjabók. Þessi Nomís leikur er dáldið sérstakur því að þetta er eini leikurinn sem ég hef ekki spilað.

Leikreglur fyrir Nomís de Wilde.
1. Reyna á að koma fjórum hálfs líters flöskum ofan í körfu sem á að vera ein áln í þvermál.
2. Flöskurnar eiga að standa uppi á 212 cm. til 222 cm. háum stað og á keppandinn að standa í tveggja og hálfs metra fjarðlægð.
3. Keppandinn fær sex tappa til að kasta í flöskurnar.
4. Keppandinn má reyna að grípa tappann áður en tappinn lendir í gólfinu og ef það tekst má hann nota tappann aftur.
5. Ef keppandinn nær þrem flöskum í körfuna þá fær hann triple Nomís eða níu stig.
6. Ef keppandinn nær öllum flöskunum í körfuna þá fær hann ULTIMATE Nomís eða 80 stig.

Nomís da Musical
Almost at the
end of our journey

Nomís da Musical var í rauninni annar leikurinn sem ég fann upp. En af því að ég var búinn að ákveða að leikur númer tvö skildi vera Nomís de Wilde þá varð þessi leikur að vera númer þrjú. Þessi leikur er líka dáldið sérstakur því að í þetta skipti bjó ég ekki til leikinn sjálfur. Ég fékk aðstoð frá honum Guðmundi Ingva Jónssyni. Þessu leikur er hópleikur. Þessi leikur er saminn í minningu Símons Ólafssonar.

Leikreglur fyrir Nomis da Musical
1. 2 lið og 3 í hverju liði.
2. 7 keilur skulu vera á háum stalli sem er 1,5 m – 4,0 m á hæð
3. Keilurnar skulu vera staðsettar inn í teig sem skal eigi vera lengri en 3 m á lengd og breidd.
4. Nota skal bolta til skjóta á keilurnar.
5. Bannað er að skjóta á keilurnar inn í teignum.
6. Dómarinn er alvaldur, það sem hann segir er rétt.
7. Takmark leiksins er að skjóta niður keilurnar svo að þær falli ofan í körfu sem á að vera ein áln í þvermál.
8. Allar handboltareglur gilda í leiknum svo og Nomís da musical reglurnar.
9. Gott getur verið að hlusta á tónlist á meðan leikurinn er spilaður.
10. Leiktíminn er 15 mínútur og eru þeir fimm talsins.
11. Ef menn ná 7 keilum ofan í fá menn triple Nomís eða sem samsvarar 9 stigum.
12. Ef menn ná 7 keilum ofan í fá menn double ultimate Nomís eða 60 stig.

Nomís da Malakoff.
The final game.
Nomís da Malakoff er síðasti Nomís leikurinn sem ég mun gera og eflaust verður sumum létt en sumir verða sorgmæddir. Það er mjög lítið hægt að segja um þennan leik svo það er best að vinda sér í reglurnar.

Leikreglur fyrir Nomís da Malakoff.
1. Keppandi fær 6 flöskur og á að reyna að hitta þeim ofan í köfu sem á að vera ein áln í þvermál
2. Keppandi á að standa í tveggja og hálfs meters fjarlægð .
3. Ef hann hittir tveim flöskum ofan í þá fær hann double Nomís eða 4 stig.
4. Ef hann hittir öllum ofan í þá fær hann big caramba Nomís eða 298 stig.
5. Þetta er tveggja manna leikur.
Íslenska NFL spjallsíðan