Hvað í andskotanum er þetta ógeðslega Bonzi Buddy? Sem stendur, er þetta forrit inn á allflestum þeim nettengdu tölvum sem ég veit um, þ.á.m. minni. Ekki minnist ég þess að hafa installerað því, samt er shortcut á desktopinu, og í Start valmyndinni.

Ef ég fer í “Add/Remove Programs” finnst þetta ekki á tölvunni.

Ég þori ekki að opna þetta kjaftæði af hræðslu við að fá sjálfkrafa arargrúa af endalausum auglýsingum og “frábærum tilboðum”.

Hvaða tilgangi þjónar þetta dónalega forrit, og af hverju ætti ég að vilja hafa það inn á tölvunni minni?