ég og bróðir minn erum góðir vinir hann er mikið yngri en ég þannig ég hef verið mikil fyrirmynd fyrir hann og hef að mínu mati staðið mig vel í því. hann er hrikalegur heimspekingur og æfir fótbolta stíft útaf mér honum gengur svakalega vel í skóla og ég hjálpa honum oft með heimanám. hann faðir okkar hefur hinsvegar ekkert komið nálægt hans uppeldi og verið virkilega neikvæð ímynd fyrir hann bróðir minn. hann er þvílíkur hræsnari líka því hann segir bróðir minn drekka of mikið gos en drekkur sjálfur 2 og hálfan líter af gosi á dag en það sem fannst mér fylla mælin var þegar bróðir minn fékk tilkynningu um það að það væri fótboltamót á akureyri í sumar og það kostaði 25 þúsund að taka þátt. faðir okkar tjáði okkur það að það væri kreppa og litlir peningar væru fyrir hendi til að fjármagna þessa ferð. við báðir gerðum okkur grein fyrir því en svekktum okkur á að hann kæmist ekki. en nei svo bara strax daginn eftir kallar faðir okkar á okkur fram í stofu og sínir okkar að hann sé búinn að kaupa sér ipad fyrir einhvern slatta af peningum. bróðir minn sem er aðeins 11 ára strunsaði inn í herbergi fúll yfir þessum apalátum í manninum. ég vill meina að þótt maður sé ekki að leggja hendur á okkur þá er hann búinn að beita andlega ofbeldi til að brjóta okkur niður í gegnum árin og ég veit ekki hvað ég á að gera :(
Ég reyni að vita meira í dag en ég gerði í gær.