Í umsókninni um ökuskírteinið merkir maður við að maður noti eða noti ekki gleraugu. Ef maður merkir við já, að maður noti gleraugu, þá þarf maður að skila læknisvottorði, annars ekki.
Af hverju í fjandanum er það ekki öfugt?
Fólk sem merkir við nei er mögulega fólk sem nennir ekki að vera skylt að keyra alltaf með gleraugu þótt það sé ekki með fullkomna sjón. Og ef maður merkir við já, af hverju þarf einhverja frekari sönnun á því?