Ég er 16 ára stelpa og ég þoli ekki hvað fólk getur verið ótrúlega hrokafullt þegar að ég segi því frá því að ég hafi aldrei farið til útlanda. Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að skreppa til spánar 3 sinnum á ári. Það er líka bara fáránlegt að vera að monta sig yfir því að foreldrar manns séu að borga rándýrar ferðar fyrir sig 24/7. Það eru ekki allir sem gera það en ég hef oft lent í því að fólk horfi á mann eins og reynslulaust fífl þegar maður fer að tala um þetta. Er einhver sem er sammála mér?

Bætt við 8. apríl 2011 - 18:57
Ég er ekkert að reyna að rakka niður fólk sem fer til útlanda. Er bara að reyna að segja að það sé hrokafullt að líta niður á fólk sem gerir það ekki. Auðvitað langar mig alveg að fara eins og venjulegu fólki:)