Þegar ég var 16 ára gamall þá er mér gert ljóst að ég þurfi að velja hvað ég vill læra. Fyrst dettur mér í hug gullsmíði, ég fæ að fara í prufu hjá gullsmið og kemst þá að því að það er ekki eins spennandi og það virtist í fyrstu. Allt í lagi, sjaldan er ein báran stök. svo vel ég blikksmíði afþví mér datt ekkert annað í hug og ég þekkti einn í blikksmíði. Ég fer í skóla á grunndeild málmiðnaða og skrái mig í vinnu við blikksmíði. Ég skildi ekki afhverju það þurfti að mennta sig við blikksmíði afþví þetta var einfaldlega að beygja og klippa blikk líkt og maður gerir í leikskóla þegar maður föndrar pappír. Á meðan námi mínu stendur (sem á þessum tímapunkti veit ég ekki hvað ég á að gera við) þá prufa ég rennismíði afþví það er partur af grunndeild.

Ég sé þá að þarna er eitthvað sem ég get svosem gert, þetta er tiltörlega auðvelt –líkamlega séð- Og allavega skárra en allt annað sem ég hef prufað eða dottið í hug.

Ég útskrifast jólin 2010, 19 ára gamall. Búinn að vinna við rennismíði í 2 ár og tilbúinn að taka sveinsprófið. Eða hvað? Ég var nú ekkert voðalega hrifinn af vinnunni en skólinn var ágætur, en var það kannski bara afþví Raggi kennari var svo rosalega frábær? Hvað veit ég, ég er bara krakkaskítur. Ég á bara að fara vinna og ekkert væl. En hvað ég hef meiri áhuga að vera ánægður en ríkur? Hvað ef ég vel að vinna við rennismíði, starfið sem ég datt á í skóla afþví ég sá ekkert annað skárra, til frambúðar? Kannski til elli?

Hvernig er hægt að setja svona kröfur á 16 ára gamalt barn sem er enn í draumum að verða ofurhetja eða geimfari.


Núna er ég atvinnulaus. Ég sagði upp í starfi mínu við rennismíði og er núna að leita af allt öðrum starfsmöguleikum. Mér finnst einsog foreldrar mínir haldi að ég sé að þessu til að ergja þau. Þau verða sífellt þreyttari á mér, einsog ég sé einhver blóðsuga sem þau losna ekki við. Er ég svona fyrir? Ég minnist til þess að systir mín hafi verið á kafi í neyslu meðan bróðir minn var á stuðlum á þessum aldri. Ég er ekki að standa mig illa, ég hef alltaf sagt já þegar ég er beðinn um að gera eitthvað, alltaf reynt að vera hjálpsamur og duglegur.

núna vilja foreldrar mínir að ég borgi heim 50 þúsund á mánuði. Það er svosem ekki ósanngjarnt af foreldri að biðja um smá greiðslu. En systkini mín fengu að lifa hér mun lengur en ég án þess að borga eyri heim. Ég bið heldur sjaldan um pening (kannski hef ég rangt fyrir mér) og ég borða ekki alltaf heima hjá mér. Það fer ekki mikið fyrir mér. ég reyki ekki heldur. Systir mín býr ekki lengur heima og bróðir minn er að fara flytja út. Mamma og pabbi voru að kaupa sér 5m króna bíl og aðra íbúð til þess að leigja út. Ég er atvinnulaus að reyna finna rétta braut fyrir sjálfann mig. Ég fæ 85 þúsund í atvinnuleysisbætur. Það væru þá 50 í foreldra mína. 10 í bílatryggingar og restin í bensín. Þurfa þau þennan pening? Geta þau ekki gefið mér smá séns allavega þangað til ég finn vinnu? Ég er nú búinn að vera reyna. Maður dettur ekki alltaf strax á góða vinnu.

Svo, er ég að biðja um mikið? Eina sem mig vantar er smá tíma til að átta mig.
So does your face!