Hæ, þetta er ofboðslega leiðinlegur þráður. Hann er nefnilega örleikrit um málefni sem enginn nennir að ræða.



—–



Tveir menn sitja við drykkju.

Dómínó: Viltu meira í glasið?

Maður: Já, jú, ætli það væri ekki vel þegið. (Dómínó hellir, smá þögn) Að sumir skuli hafa reynt að banna þetta.

Dómínó: Einmitt! Ég skil nú samt hvaðan þeir komu, eigandi þá tengdamóður sem ég á, en þetta er svo sósjal, þú skilur! Og fólk einsog hún hættir hvorteðer ekki. Ég veit ekki hversu oft ég hef vökvað vínflöskurnar hennar.

Maður: Já. Einmitt. Fólk reddaði sér bara. Lyfsseðilsskyldur spíri, ólöglegir barir, you name it.

Dómínó: Einmitt. Víti mannsins.

Maður: Svo náttúrulega var þvílíkt svartamarkaðsgrúsk með þetta. Stórhættulegar margmyrðandi glæpaklíkur fæddust náttúrulega í banninu í Bandaríkjunum.

Dómínó: Já, einmitt, einmitt! Þetta bann var tómt rugl.

Maður: Fólk var náttúrulega löngu komið á bragðið. Það var ekki að fara að hætta að drekka, sisona. Siðmenningin byrjaði víst vegna áfengis, vissirðu það? Fólk safnaðist til að mynda saman á sömu staði og myndaði fyrstu þorpin því þá var auðveldara að framleiða áfengi.

Dómínó: Nú, er það já? Það vissi ég ekki.

Maður: Jújú, þannig var það nú. Þú eyðir ekki eftirspurn í gleymskumeðöl, svona með okkar ofþróuðu heila. Fólk vill alltaf gleyma stað og stund. Og þarsem er eftirspurn, þar er fólk sem vill græða. Alveg hræðilegt að sjá þetta stórhættulega svartamarkaðsbrask. Fólk deyr náttúrulega vegna áfengisneyslu, en með síupplýstri heimi er auðveldara að stuðla gegn því. Og betra að fækka þessu þó úr svartamarkaðshættum plús neysluhættu niðurí aðeins neysluhættu. Mínusa eitt, og þá er það bara það. Mínus á dauða, og mínus á hættulegum undirheimum.

Dómínó: Já, já, nákvæmlega!

Maður: Svo segðu mér, að hverju stuðlar eiturlyfjabannið?

Endir.