Af gefnu tilefni kynnti ég mér þetta málefni fyrir nokkrum vikum og skrifaði örfá orð um það með vísun í þær heimildir sem ég fann. Endilega bendið á allar villur hjá mér því ég vil hafa þetta rétt og á hreinu.

Til að byrja með, þá er ekki spurt að kynhneigð þinni heldur hvort þú hafir stundað kynlíf með öðrum manni. Ef þú ert maður og þér var nauðgað af öðrum manni þá mátt þú ekki gefa blóð.

Fjöldi HIV smita á heimsvísu af orsökum MMM kynlífs (maður með manni) minnkaði um árin 1980 - 1990 en jókst um 11% frá 2001 - 2005 og eru MMM mök enn ástæðan fyrir meirihluta HIV smita. (http://www.cdc.gov/hiv/topics/surveillance/resources/reports/2005report/pdf/2005SurveillanceReport.pdf)

Þeir menn sem hafa stundað kynlíf með öðrum mönnum frá árinu 1977 eru 60x líkari til þess að hafa HIV veiruna í sér miðað við alla aðra í heiminum, 800x líkari til þess að hafa HIV veiruna í sér miðað við þá blóðgefendur sem eru að gefa blóð í fyrsta skipti (first time donors), og 8000x líklegri en þeir sem gefa blóð oft (repeated blood donors). (http://www.fda.gov/BiologicsBloodVaccines/BloodBloodProducts/QuestionsaboutBlood/ucm108186.htm)

Það er til svokallað “window period”, eftir að maður fær HIV veiruna þar sem hún er ógreinanleg í blóði, en er samt til staðar. Fáir, en einhverjir læknar/rannsakendur vilja breyta reglunni þannig að þeir sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðastliðnu 12 mánuði megi ekki gefa blóð - en rannsóknir benda til þess að þá eru meiri líkur á því að þeir sem fá blóðið smitist af HIV. Hinsvegar ef reglunni yrði breytt úr ævilöngu banni niður í 5 ára bann, þ.e. þú mátt gefa blóð ef 5 ár eru liðin síðan þú stundaðir MMM mök þá er auka-hættan lítil sem engin. (http://www.bloodservices.ca/CentreApps/Internet/UW_V502_MainEngine.nsf/resources/Reports/$file/McLaughlin_Report.pdf bls. 38 - 39)

Margar rannsóknir hafa varpað ljósi á hverjar afleiðingarnar yrðu ef reglunum yrði breytt. Ein könnun sem var gerð í Bretlandi áætlaði að áhættan á HIV smiti myndi hækka um 60% ef bann-tíminn væri eitt ár, og ef ekkert bann væri yrði 500% hækkun (þ.e. fimmfalt fleiri myndu smitast af eyðni en gera nú þegar). (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/12757500?dopt=Abstract)

Sama rannsókn gaf til kynna að hækkun á tölu blóðgefenda yrði hlutfallslega lítil, og önnur rannsókn ályktaði að hækkun blóðgefanda yrði í raun lítil sem engin. Þetta væri, í stuttu máli, óþarfa áhætta að taka. (Heimild)

Ég er bara að útskýra fyrir ykkur ástæðuna fyrir því af hverju þessi regla er. Læknastéttin væri síðust stétta til þess að mismuna fólki án ástæðna. Því miður er ástandið enn svona, og ég vona að enginn taki því persónulega.

Ef það væri skortur á blóðgjöfum í heiminum þá myndu þau fjarlægja nógu margar reglur sem eru á listanum af áhættu til þess að blóðgjafir dugi handa öllum. En það er til nóg af blóðgjöfum og algjör óþarfi að gefa saklausu fólki óþarfa veikindi og því eru helstu áhættuhópar útilokaðir, svo lengi sem að blóðmagn sé nægilegt.

Látið mig vita ef einhverjar villur eru, þær skipta gífurlegu máli ef svo er.