ójá, mér finnst þetta eiga mjög vel hér.(þótt þetta gæti alveg passað inná /visindi ….)
Flest ykkar hafa ef til vill tekið eftir því að í kvöldfréttum gærdagsins og í Fréttablaðinu í dag er talað um nýja tegund af lífi. Hingað til hafa vísindamenn alltaf talið að það þyrfti heila sex þætti til að líf geti orðið en nú varð breyting á því að einum þætti (semsagt fosfóri) var skipt út fyrir arsenik. Geimvísindamenn láta sig nú dreyma um að meiri líkur séu á lífi á öðrum hnöttum. Persónulega þá held ég að líf finnist á öðrum hnöttum, og þau eru að leita að því nákvæmlega sama og við. Öðru lífi.
En myndi það breyta það miklu í framtíðinni ef við finnum aðrar vitsmunaverur á u.þ.b. sama stigi og við? Það myndi þykja ótrúlega áhugavert í svona mánuð, svo myndu allir komast yfir nýjabrumið og þetta myndi verða casual.

Reyndar segir einn vísindamaður í grein á Pressunni að
ekki lægi fyrir umrædd lífvera væri bara eitthvað náttúrulegt slys eða hvort eitthvað meira liggi að baki; Við höfum bara ekki hugmynd um það á þessu stigi málsins. Við vitum ekkert um það hvort þetta er ósköp eðlilegur hlutur eða hvort þetta bendi til þess að nýtt líf hefjist þar sem lífvænlegt umhverfi hefur skapast. Okkur langar til að trúa því, en við höfum ekkert til að byggja kenninguna á.

En hvað haldið þið? Ef það kemur í ljós að það er í rauninni til önnur tegund af lífi, haldiði að það mundi hafa mikil/lítil áhrif á rannsóknir í framtíðinni eða þetta verði bara enn ein stoppistöð?


also: hvað mynduði gera ef þið fengjuð tækifæri til að hitta geimveru?

Bætt við 3. desember 2010 - 09:09
linkurinn

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nasa-kynnir-til-leiks-nyja-lifgerd-sem-notar-arsenik—gaeti-hjalpad-til-vid-leit-ad-geimverum
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.