Mikið hefur borið á eineltismálum hérna á Huga nýlega og eiga ákveðnir aðilar hlut að því.
Eins og skilmálar huga.is segja skýrt og greinilega frá eru ærumeiðingar með öllu bannaðar og ef skilmálar eru brotnir getur það leitt til banns. (sjá hér)

Eins og staðan er núna í dag finnst okkur í yfirstjórn Huga kominn tími til að herða þessar reglur örlítið. Eins og áður segir er mikið um eineltismál á Huga og margir notendur hafa kvartað undan ærumeiðingum í þeirra garð. Þetta viljum við ekki sjá og þess vegna mun hver sá sami sem segir eitthvað dónalegt, eitthvað sem er ekki við hæfi, eitthvað í kaldhæðni og eitthvað sem telst almenn “fyndni á internetinu” fá tafarlaust eilífðarbann frá og með morgundeginum.

Ástæðan fyrir því að ég set þetta hérna á /tilveran er eifaldlega sú að /tilveran er sá staður þar sem við í yfirstjórn náum til flestra á Huga.is. Það hefur marg sýnt sig að setja tilkynningu á forsíðuna skilar engum árangri og þar sem meintir afbrotamenn halda sig mikið hérna þá fannst okkur fínt að þeir væru með þeim fyrstu sem sæju þetta.



Fh. yfirstjórnar Huga.is

Agastjóri.