Mig langaði að skrifa þráð. Allt gott og blessað, það er miðvikudagskvöld, mér leiðist, ég er blankur, á ekki miða á Airwaves og hef ekki nennuna í að vera eiturlyfjasali. Hinsvegar er víst illa litið á það að fólk skrifi innihaldslausa þræði, svo ég þarf að gæða orðin sem ég skrifa lífi og merkingu. Það mun eflaust ekki takast því ég er fucked up af kókaínstíl (nasty business, ekki spyrja), en það verður þá bara að hafa það.

Hmm.

Hmm.

Hmm.

Neibb, ekkert point. Ég er fullkomlega laus við allar hugmyndir sem gætu á nokkurn hátt gert þennan þráð áhugaverðan, lífi gæddan, verðugan lesningar eða á annan hátt ætilegan. Hugmyndirnar sem hefðu getað streymt í gegnum mig og orðið neistinn að byltingu virðast einfaldlega hata mig og ekki vilja á nokkurn hátt koma nálægt mér af ótta við sjálfsmorðshvatir.

Hvað þá?

Uhh…

Heimspeki? Hver er ég, hver ert þú, hvaðan komum við og hver át kvöldmatinn minn? Er ég þú, þú ég, við þaðan og ást þú ástina mína? Á hvaða dögum er smekklegt að ríða? Fimmtudögum? Nunnudögum? Þremur dögum? Sumum dögum? Við dögun?

Nóg af þessu. Ég vil ekki að einhver kýli mig og skrifi /heimspeki á typpið á mér, eða mögulega /sorp. Það væri niðrandi.

Hvað get ég þá gert til að gera þennan þráð virkilega tilveruverðugan? Póstað link á fréttina af gaurnum sem á von á barni með ömmu sinni? Kvartað yfir Ásbirni Óttarssyni? Niðrað RÚV? Sparkað í liggjandi barn?

Ég held það sé ekki nokkur leið til þess. Ég get ekki einusinni póstað link á “A bit of Fry and Laurie”, því /grin myndi raka af mér hárið og brjóta á mér hnéskeljarnar með sleggju.

Annars jú. Ég er með smátilverupoint. Nánast kvart, en meira svona ósk.

http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=3011352

Ég vil fá svona troll. Believable ones. Myndi gera það sjálfur en ég gæti dáið.

Bætt við 14. október 2010 - 00:59
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=2472380
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=2706610#item2706995
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=3011352
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=3229572