það sem er að gerast akkúrat núna í palestínu er að verða að einhverju hrikalegasta þjóðarmorði okkar tíma. Svo er Evrópa algerlega valdalaus í að gera nokkuð í þessu, þó allir séu búnir að fordæma opinberlega og manni virðist sem þeir séu alveg upp á bandaríkjamenn komnir með það að stíga ekki á neinar tær í þessu máli. Allir vita að það eru bandaríkjamenn sem þurfa bara að gefa ísraelsmönnum eitt vink, hóta að minnka fjárstrauminn til þeirra og þá myndu þeir þurfa að draga sig til baka. Það er bara ömurlegt að horfa upp á alla pólitíkusana tauta um hræðilegt ástand osfrv en enginn þorir að gera neitt…