Ég sendi þetta inn fyrir vinkonu þar sem hún vill helst vera ónafngreind en þetta er s.s. eitthvað vandamál sem hún og einhver sem hún þekkir eiga við að stríða:

Hvernig getur maður látið einhvern sjá að hann sé tölvufíkill? Einstaklingurinn sem ég er að tala um er í afneitun, og harðneitar að hann eigi við tölvufíkn að stríða. Þótt hans nánustu eru allir búnir að biðja hann um að minnka tölvunotkunina, búnað gefa honum bæklinga um tölvufíkn sem hann lítur ekki einu sinni á. Hann er búnað vera hjá sálfræðingi sem er búin að vera að reyna að hjálpa honum með þetta. En hann er svo fastur á því að það sé ekkert að hjá honum og allt sé í lagi og allt undir control. Við erum að tala um að það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur heim er að fara í tölvuna, og það fyrsta sem hann gerir þegar hann vaknar er að fara í tölvuna, hann getur einfaldlega bara ekki slitið sig frá þessari andskotans tölvu og það er að bitna á öllum öðrum í kringum hann. Tala nú ekki um reiðiöskrin og pirringinn sem bitnar á öllum hér ef aðeins internetið dettur út eða hann tapar í einhverjum tölvuleik. Hann á kærustu sem hann vanrækir og sýnir tölvunni meiri athygli. Svo eru það alltaf endalausar afsakanir, að honum líði vel í tölvunni, og að tölvan hefur alltaf verið góður vinur. Ég þekki þetta sjálf þegar ég var með tölvufíkn, flúði alltaf bara í tölvuna til að flýja vandamálin, þangað til ég fattaði að maður þurfti bara að takast á við þau.

Hvernig lætur mann einhvern sjá að hann sé með tölvufíkn? Kannist þið við þetta? Einhver ráð? Því eins og ég sagði þá er þetta að bitna á öllum hérna og þetta er orðið frekar böggandi, það þarf einhver að gefa honum spark í afturendan, svona án alls gríns.


Bætt við 2. september 2010 - 17:33
Titill inn átti að vera tölvufíkn!
Stoltasta mamma í heimi! :D