afhverju get ég ekki eignast alvöru vini?

það er í rauninni sama hvað ég reyni ég næ aldrei að tengjast neinum nógu vel til að geta kallað viðkomandi vin. Ég átti einusinni vini sem ég hélt að væru vinir mínir en svo ditchuðu þeir mig af einhverri ástæðu sem ég veit ekki hver er. Ég er núna búinn að vera í 2 ár í framhaldsskóla og hef ekki náð að kynnast neinum almennilega. Ég drekk ekki, reyki ekki og nota ekki tóbak eða neitt svoleiðis og ég stunda reglulega líkamsrækt svo ég er í ágætis formi. Ég er allvegna orðinn verulega þreyttur á þessu ástandi því ég sit nánast alltaf heima í tölvunni og tala ekki við neinn.