Ég hef verið að pæla undanfarið að í öllum þeim forvörnum og allt þannig dót sem ég hef farið í þá hefur eiginlega aldrei verið rætt um sveppi. Ég ákvað þá að gera smá rannsókn og alls staðar sem ég leitaði þá fékk ég einfaldlega það svar að sveppir væru engan veginn líkamlega eða andlega ávanabindandi, lítið skaðlegir og væru í raun notaðir sem lyf við ýmsum andlegum sjúkdómum. Svo virðist sem einu hætturnar séu eru að lenda á slæmu trippi við of mikinn skammt eða í vitlausum aðstöðum, reyndar er sagt að mögulega gætu þeir vakið upp undirliggjandi geðsjúkdóma en það væri aðeins við of stóra skammta eða of mikla notkun. Því spyr ég ykkur kæru hugarar: Er í lagi að prófa sveppi? Eru þeir litnir illu auga vegna þess eins að þeir gefa vímu eða eru þeir raunverulega varanlega skaðlegir?
Postartica check it!