Ég var svo heppinn að fá matareitrun á Spáni og þegar við vorum að leggja af stað í átt að flugvellinum fengum við þær skemmtilegu fréttir að flugið hefur verið seinkað um 5 klst. þannig að ég sat þar á flugvellinum með brennandi hita og viðbjóðslega magaverki (og allt meðfylgjandi) í þrjá tíma þegar að okkur var tilkynnt að það yrði enn meiri seinkunn.

Við vorum föst í 10 tíma á flugvellinum og ég hef heyrt að svona lagað gerist oftar hjá Heimsferðum fremur en önnur ferðaþjónustu-fyrirtæki, er eitthvað varið í þessar sögur?